Translate to

Fréttir

ASÍ gerir margar athugasesmdir við fjárlagafrumvarpið

Í umsögn ASÍ um fjárlagafrumvarp næsta árs er m.a. gagnrýnt að ekki skuli brugðist við erfiðum aðstæðum á húsnæðismarkaði, að bætur almanna- og atvinnuleysistrygginga haldi ekki í við launaþróun og að fyrirhugaðar breytingar á barnabótakerfinu muni lækka bætur meirihluta barna þar sem það verði einungis ætlað þeim allra tækjulægstu.

Alþýðusambandið saknar þess að ekki sé minnst á skattlagningu fjármagns í samhengi við veikari tekjustofna hins opinbera. Í nýlegri skýrslu ASÍ, Skattar og ójöfnuður, er bent á að reglur sem takmarka tekjutilflutning myndu auka árlegar skatttekjur um á bilinu 3-8 milljarða króna og styrkja tekjuöflun sveitarfélaga í gegnum útsvar.

Alþýðusambandið ítrekar að það er ekki ásættanlegt að skera niður nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta tímabundnum sveiflum í hagkerfinu. Þannig voru það mistök að ráðast í mikinn niðurskurð eftir fjármálahrunið. Sú stefna endurspeglast m.a. í litlum fjárfestingum í heilbrigðiskerfinu sl. áratug og rekstrarframlögum sem hafa ekki haldist í hendur við aukna þörf.

Umsögn ASÍ má finna hér.

Deila