Translate to

Fréttir

Atkvæðagreiðsla um nýjan sérkjarasamning VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna (LÍV) við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd innanlandsflugs Icelandair

Sérkjarasamningur Landssambands Íslenskra verslunarmanna (LÍV) og VR við Icelandair var undirritaður í morgun.

Atkvæðagreiðsla um nýjan sérkjarasamning LÍV/VR við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd innanlandsflugs Icelandair hefst kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 16. apríl. Kosningarétt hefur félagsfólk Verk Vest sem starfar samkvæmt þessum samningi.

Atkvæðagreiðslan er rafræn og fá atkvæðisbærir félagar sent kynningarefni, kjörgögn og aðgang að rafrænum atkvæðaseðli í tölvupósti.

Félagsfólk sem ekki getur kosið en telur sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi á postur@verkvest.is eða hafið samband í síma 456-5190.

Deila