Translate to

Fréttir

Ekki farið að lögum eða reglum við hópuppsögn hjá Fjarðalaxi

Ljóst er að Fjarðalax hefur ekki farið að lögum eða gildandi reglum varðandi tilkynningaskyldu til stéttarfélags og Vinnumálastofnunar vegna hópuppsagna starfsfólks Fjarðalax á Patreksfirði. Hvorki Vinnumálastofnun né stéttarfélagi starfsfólks var tilkynnt um uppsagnirnar eins og lög um hópuppsagnir gera ráð fyrir, né var haft samráð við fulltrúa starfsfólk eins og reglur um hópuppsagnir kveða á um. Vinnumálastofnun hefur staðfest að ekki hafi bortist tilkynning frá fyritækinu um hópuppsögn. Þá er hægt að draga í efa lögmæti uppsagnarbréfa sem eru vægast sagt opin og óljós um ráðningu og vinnuframlag starfsfólks á uppsagnartímanum. Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur sent sveitarstjórum í Vesturbyggð og Tálknafirði póst þar sem hvatt er til að beyta fyrirtækið þrýstingi þar sem það verði krafið svara með skýrum hætti um framtíðaráform starfseminnar á Suðursvæði Vestfjarða. 

Deila