Translate to

Fréttir

FÉLAGSMANNASJÓÐUR - ERU ÞÍNAR UPPLÝSINGAR RÉTTAR?

Ertu félagsmaður í Verk Vest? Starfaðir þú hjá sveitarfélagi á síðasta ári? Eða hættir þú vinnu hjá sveitarfélag á síðasta ári?

Í kjarasamningi Verk Vest við sveitafélög var stofnaður sérstakur félagsmannasjóður.

Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanns og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Allt félagsfólk í Verk Vest sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæðinu á tímabilinu frá 1. febrúar 2023 til 31. desember 2023 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk. Athugið að ekki er tekin staðgreiðsla af upphæðinni sem greidd er út til félagsmanna. Því þarf að greiða skatta af þessum greiðslum eftir á. 

Kennitala og bankaupplýsingar
Forsenda þess að hægt sé að greiða félagsfólki sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2023 úr sjóðnum 1. febrúar 2024 er að Verk Vest hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.

Auðvelt er að skrá sig inn á Mínar síður félagsins þar sem kanna má hvort Verk Vest sé með réttar upplýsingar um viðkomandi félagsmann og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna eða hefur einhverjar spurningar í sambandi við Félagsmannasjóðinn þá máttu endilega senda tölvupóst á postur@verkvest.is eða hafa samband í síma 4565190.

Deila