Translate to

Fréttir

Félagi okkar og stjórnarmaður, Guðjón Kristinn Harðarson, verður jarðsunginn í dag frá Ísafjarðarkirkju

Í dag kveðjum við félaga okkar, Guðjón Kristinn Harðarson, hinstu kveðju. Hann lést þann 1. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi.

Guðjón var formaður Sveinafélags byggingamanna og síðar stjórnarmaður í Verk-Vest allt til dauða dags. Hann var mikill verkalýðssinni, bar hag verkafólks fyrir brjósti og sinnti margs konar trúnaðarstörfum fyrir Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Hann var baráttumaður, ætíð reiðubúinn að leggja fram krafta sína í þágu félagsmanna. Guðjón var í 1. maí-nefnd um áratuga skeið, sótti ASÍ-þing sem fulltrúi síns félags, sat í stjórn sumarhúsabyggðar í Flókalundi og sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann sat sinn síðasta stjórnarfund í desember síðastliðnum og lét þar í ljós sínar skoðanir sem honum einum var lagið.

Við í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga minnumst Guðjóns með kæru þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, og sendum fjölskyldu hans og aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Deila