Translate to

Fréttir

Fræðsludagur félagsliða

Fræðsludagur félagsliða verður haldinn þann 30. mars næst komandi í húsi stéttarfélaganna á Selfossi. Um er að ræða árlegan fræðsludag félagsliða sem Starfsgreinasamband Íslands og Félag íslenskra félagsliða halda í sameiningu. Er fræðslan opin félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks fyrir 20. mars næst komandi í netfangið drifa@sgs.is. Félagsliðar um allt land eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast og ekki síst hitta aðra félagsliða og ræða sameiginleg málefni. 

Verk Vest hvetur þá félagsmenn sem hafa áhuga á að sækja fræðsludaginn að skrá sig til þátttöku sem fyrst.

Dagskrá fræðsludagsins má finna hér.

 

Deila