Translate to

Fréttir

Illugastaðir og Ölfusborgir loka tímabundið vegna Covid19

Vegna hertra sóttvarnareglna hafa stjórnir orlofsbyggðanna á Illugastöðum og í Ölfusborgum tekið ákvarðanir um að loka fyrir bókanir í byggðunum. Ákvarðanir um lokanir voru teknar í samráði við aðgerðastjórnir almannavarna á viðkomandi svæðum til að takmarka útbreiðslu smita á Covid19.

Sumarhús félagsins í Ölfusborgum verða því lokuð fyrir bókunum til 20. nóvember og haft verður samband við þá félagsmenn sem áttu bókað í gistingu vegna endurgreiðslu fyrir leigugjaldi.

Á Illugastöðum verður sumarhús félagsins lokað til 19. nóvember.

Deila