Translate to

Fréttir

Ísafjarðarbíó 80 ára

Alþýðuhús Ísfirðinga við Norðurveg var reist árin 1934-35 af félögum í Verkalýðsfélaginu Baldri og Sjómannafélagi Ísfirðinga, undir forystu Hannibals Valdimarssonar og Eiríks Einarssonar. Hannibal hafði áður haft forystu um byggingu félagsheimis í Súðavík, þar sem hann tók að sér forystu í félagi verkamanna og sjómanna. Hann flutti til Ísafjarðar árið 1931 og skipaði sér þegar í forystusveit jafnarðarmanna. Hann varð formaður í Baldri árið eftir. Fyrsti félagsfundur Baldurs í Alþýðuhúsinu var haldinn 27. október 1935, í veitingasal í kjallara, en um mánuði síðar var fyrsta kvikmyndin sýnd í bíósalnum. Hannibal hafði umsjón með byggingu hússins og var framkvæmdastjóri þess fyrstu árin. Húsið hefur síðan þjónað sem kvikmyndahús kaupstaðarins og var um áratugi helsta samkomuhús Ísfirðinga þar sem fóru fram leiksýningar, tónleikar, skemmtanir, samkomur félaga og pólitískir fundir.

 

Deila