Translate to

Fréttir

Kynning rannsóknar á hinsegin vinnumarkaði í Veröld, húsi Vigdísar 5. ágúst kl. 14:30

Föstudaginn 5. ágúst kl. 14:30 standa heildarsamtök launafólks að viðburði í Veröld – Húsi Vigdísar þar sem rannsókn á kjörum hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði verður kynnt. Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er viðburðurinn hluti af dagskrá hinsegin daga, en þeim lýkur með gleðigöngu á laugardag. Áherslur verkalýðshreyfingarinnar verða kynntar auk þess sem niðurstöðurnar verða ræddar í pallborði.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í streymi á visi.is en við viljum endilega hvetja sem flest til þess að mæta og taka þátt.

Deila