Translate to

Fréttir

Lyklalausir félagsmenn í orlofsíbúðum Verk Vest í Kópavogi

Því miður brennur það við að félagsmenn gleyma að taka með sér lykla þegar þeir nota orlofsíbúðir félagsins í Sunnusmára í Kópavogi, en skýrt kemur fram á leigusamningum sem félagsmenn fá þegar þeir greiða fyrir leigu að lyklar séu afhentir á skrifstofum. Þetta veldur félagsmönnum miklum óþægindum að vera mættir á staðinn en læstir úti og ekki nema einn kostur í stöðunni, þ.e. að kalla út mann frá Securitas til að opna fyrir sig og bera kostnað af því.

Félagsmenn forðið ykkur frá óþarfa óþægindum og peningaútlátum með því að muna eftir lyklunum og eigið ánægjulega dvöl í íbúðum félagsmanna Verk Vest.

Deila