Translate to

Fréttir

Nýr orlofshúsavefur - Frímann

Verk Vest hefur tekið í notkun nýjan orlofshúsavef sem er aðgengilegur til bókana á netinun. Helstu breytingar felast í því að nú gengur félagsmaðurinn algjörlega frá bókuninni á netinur, greiðir og prentar út samning. Ekki verður hægt að taka frá bústaði eða íbúðir fram í tímann án þess að borga leiguna strax. Einnig verður sú breyting gerð að bókanir verða EKkI endurgreddar eins og áður heldur myndast inneign í orlofskerfinu sem félagsmenn geta nýtt næst þegar þeir nýta orlofsvefinn. Einnig verður hægt að kaupa ýmsa aðra þjónustu á orlofsvefnum sem hefur verið í boði hjá félaginu svo sem hótelmiða, veiðikort, útilegukort ofl.

Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta að sjálfsögðu haft samband við félagið til að panta, en verða að ganga frá greiðslu við bókun eins og þeir sem bóka á netinu.

Hægt er að greiða jafnt með kredit- og debetkortum gegnum vefgátt Valitor.

Búið er að setja upp tengil HÉR á síðunni sem við hvetjum félagsmenn til að smella á og kynna sér mjög vel. Innskráning byggist á notkun Íslykils eða rafrænu auðkenni með síma. 

Deila