Translate to

Fréttir

Opinn trúnaðarráðsfundur vegna kjarasamninga SGS og Sambands Sveitarfélaga

Haldinn verður opinn trúnaðarráðsfundur í fundarsal Verkalýðsfélags Vestfirðinga fimmtudaginn 30. janúar kl. 18:00.

Kjarasamningurinn við sveitarfélögin sem var undirritaður 16. janúar verður kynntur, en atkvæðagreiðsla hefst 3. febrúar og stendur til 9. febrúar. Niðurstöður úr kosningunni verða kynntar 10. febrúar.

Athugið að kosning um kjarasamninginn verður eingöngu rafræn.

Íslenskur kynningarbæklingur er einnig væntanlegur til félagsmanna Verk Vest í pósti, en sami bæklingur verður birtur á síðu Verk Vest innan tíðar, og á einnig á ensku og pólsku.

Deila