Translate to

Fréttir

Samningur sjómanna við SFS kolfelldur

Kosningu um kjarasamning sjómanna við SFS lauk klukkan 15:00 í dag. Niðurstaðan er mjög afgerandi, en 67,43% þeirra sem kusu vildu ekki samþykkja samninginn. Á kjörskrá voru 1.200 og kjörsókn var 47,58%.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Já sögðu 31,52%  (180)

Nei sögðu 67,43%  (385)

Auðir voru 1,05%  (6)

Af þessu leiðir að nýr kjarasamningur öðlast ekki gildi og laun sjómanna verða óbreytt að svo stöddu.

Deila