Translate to

Fréttir

Samstarfskona okkar, Unnur Ólafsdóttir, verður jarðsungin í dag frá Reykholtskirkju

Í dag kveðjum við samstarfskonu okkar, Unni Ólafsdóttur, hinstu kveðju. Hún var búsett að Miðhúsum í Strandabyggð og lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 23. júní sl. eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hún verður jarðsungin í dag frá Reykholtskirkju í Borgarfirði og lögð til hvílu í kirkjugarðinum í Stafholti.

Undanfarin ár hefur Unnur verið hluti af starfsliði Verk Vest og sá um þjónustuskrifstofu á Hólmavík og sinnti því af miklum sóma. Við hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga minnumst Unnar með þakklæti í hjarta fyrir ánægjulegt samstarf og vel unnin störf í þágu félagsins.

Stjórn og starfsfólk Verk Vest sendir fjölskyldu Unnar og aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Deila