Translate to

Fréttir

Skora á Samtök atvinnulífsins að virða löglega boðað verkfall í Straumsvík og ganga til samninga við starfsmenn.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga skorar á Samtök atvinnulífsins að virða löglega boðað verkfall verkamanna Río tinto í Straumsvík og beita sér fyrir því að gera nýjan kjarasamning hið fyrsta. Félagsdómur hefur þegar úrskurðað verkfallsaðgerðir starfsmanna við álverið í Straumsvík löglegar. Samtök atvinnulífsins eiga því að taka af skarið og stöðva lögbrot fyrirtækisins gegn löglega boðaðri vinnustöðvun starfsfólks og hafa í hávegum þær leikreglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Jafnframt sendir stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga starfsmönnum álversins í Straumsvík og stéttarfélögum þeirra baráttukveðjur og heitir fullum stuðningi við löglega boðaðar aðgerðir starfsmanna til að ná fram nýjum kjarasamningi.

Deila