Skrifstofur Verk Vest lokaðar frá kl.13.00 í dag - Konur til hamingju með daginn
Eins og kom fram hér á vefnum í gær þá er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna fagnað um allt land í dag. Af því tilefni verður skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði lokað frá kl.13:00 í dag. Rétt er að minna á að verkamenn og "vinnuhjú" fengu líka kosningarétt þennan dag fyrir 100 árum. En fram að þeim tíma höfðu eingöngu betri borgarar og þeir sem gátu sýnt fram á fjárhagslegt sjálfstæði kosningarétt. Konur jafnt sem karlar eru því hvött til að taka þátt í viðburðum dagsins enda dagurinn sannkallaður jafnréttisdagur.