Translate to

Fréttir

Verðhækkanir flestum vöruflokkum - Matvara hefur almennt hækkað í verði !

Mestu verðbreytingarnar eru í vöruflokknum ávextir og grænmeti en þar má sjá allt að 152% hækkun á kílóverði á vatnsmelónu, 142% hækkun á Iceberg og 124% hækkun á gulum melónum. Flestar vörur sem bornar eru saman hafa hækkað í verði. Sem dæmi má nefna að mjólkurvörur hafa hækkað í öllum verslunum þrátt fyrir einstöku lækkanir. Þannig hefur 1/2 l. af stoðmjólk hækkað um 3-6% í verði og 400 gr. rjómaostur til matargerðar frá MS hefur hækkað um 3-13%.

Af öðrum vörum má nefna að SS sviðasulta hefur hækkað um 3-25% mest hjá Bónus úr 2.159 kr. í 2.690 kr. en minnst hjá Krónunni úr 2.610 kr. í 2.695 kr.

Það eru aðeins 2 tegundir sem lækka í verði hjá öllum verslunum. Ódýrasta fáanlega kílóið af sykri lækkar um 49-70% í verði, mest hjá Samkaupum-Úrvali úr 429 kr. í 129 kr. en minnst hjá Víði úr 328 kr. í 168 kr. Þá lækkar kílóverð á Kiwí um 4-53%, mest hjá Víði úr 789 kr. í 368 kr. en minnst hjá Samkaupum-Úrvali úr 489 kr. í 469 kr.

Nánar á ASÍ

Deila