Verk Vest býður félagsmönnum og fjölskyldum þeirra í bíó föstudaginn 22. desember: Njótum aðventunnar með börnunum
Verk Vest býður félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra í bíó föstudaginn 22. desember klukkan 16:00. Myndin sem sýnd verður er með íslensku tali og heitir Endur. Myndin verður sýnd á sama tíma í Ísafjarðarbíói á Ísafirði og Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.