Translate to

Fréttir

Verkfall félagsmanna Verk Vest hefst fimmtudaginn 30. apríl

Verkfall félagsmanna Verk Vest hefst fimmtudaginn 30. apríl og stendur fyrst um sinn yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Eftir það taka við regluleg sólarhringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða á öllu félagssvæðinu.

Tímasetningar verkfallsaðgerðanna:

30. apríl 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.

6. mai 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).

7. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).

19. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).

20. maí 2015

Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).

26. maí 2015

Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

Fjölmennasti hópur atkvæðisbærra félaga í Verk Vest starfa á matvælasviði (fiskvinnslu og fiskeldi) en öllu færri eru í þjónustugreinum (ferðaþjónustu, ræstingum o.fl.). Aðrir hópar telja byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnað og farartækja- og flutningsgreinar.

Deila